Vísindi
sköpun mannvæns umhverfis með hjálp vísinda
Útgangspunktur ENVALYS er ætíð vísindaleg áhersla á samspil fólks og umhverfis. Á það jafnt við um þekkingarsköpun gegnum rannsóknir og kannanir eða hagnýtingu vísindalegrar þekkingar.
Umhverfissálfræðin er lykilþáttur í starfsemi ENVALYS og felur nálgun okkar í sér samþættingu tölvugerðs 3D umhverfis, sýndarveruleika og vísindalegra aðferða til að kortleggja upplifun, líðan, tilfinningar, viðhorf, atferli og reynslu á öllum stigum hönnunar- og skipulagsverkefna.
Vísindalegar rannsóknir sýna svart á hvítu fram á andleg, líkamleg og félagsleg áhrif umhverfis á okkur, óháð því hver við erum, hvar við erum, með hverjum við erum og hvað við gerum.
ENVALYS vinnur jafnt með opinberum aðilum sem einkareknum að því að hanna, skipuleggja og móta framtíð sem styður andlega og líkamlega velferð einstaklinga og samfélagsins í heild sinni.
Þessu markmiði náum við með því að:
01
Skapa og hagnýta vísindalega þekkingu og aðferðafræði í skipulags- og hönnunarverkefnum í þeim tilgangi að kortleggja samspil fólks og umhverfis, hvort sem um náttúru eða manngert umhverfi er að ræða. Þannig má byggja heilbrigðara samfélag til framtíðarinnar.
02
Búa til hugbúnaðarlausnir og verkfæri, líkt og VRTerrain, sem skapar lifandi, gagnvirk 3D umhverfi sem sýna hönnun, skipulag og samfélag framtíðarinnar.
Rannsóknir
Sjálfbærar borgir framtíðarinnar
Sjálfbærar borgir framtíðarinnar (e. Cities That Sustain Us) er heitið á rannsóknarhluta ENVALYS en fyrirtækið var stofnað á grunni alþjóðlegs rannsóknar- og þrónuarverkefnis sem ber þetta sama heiti. Upphaflega var verkefnið sett á laggirnar innan Háskólans í Reykjavík árið 2013 og þá í samstarfi við Uppsala-háskóla í Svíþjóð, Reykjavíkurborg, Djúpavogshrepp og TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir.
Á árnum 2014-2022 nutu verkefnið Sjálfbærar borgir framtíðarinnar og ENVALYS styrkja frá Rannsóknarsjóði Íslands (2014-2016) og Tækniþróunarsjóði (2017-2019; 2020-2021; 2021-2022).
Meginmarkmið Sjálfbærra borga framtíðarinnar eru:
01
Að gera vísindalegar rannsóknir og úttektir á upplifun fólks á umhverfinu til eflingar þekkingar og aukins skilnings.
02
Að þróa hugbúnað og lausnir sem auðvelda rannsóknir og úttektir á samspili fólks og umhverfis.
03
Að þróa aðferðafræði þar sem þekking á samspili fólks og umhverfis er hagnýtt í hönnun og skipulagi.
Birtingar
Skýrslur ENVALYS
- ENVALYS (2024). Mosfellsbær - húsnæði, búseta og þróun byggðar. Íbúakönnun. Greinargerð og niðurstöður Envalys24-0301v2
- ENVALYS (2023). Hvílustæði í Reykjavík sumarið 2023. Rannsókn. Envalys23-1101
- ALTERNANCE (2023). Sögutorgin í Borgarnesi - Niðurstöður vefkönnunar í maí/júní 2023. Unnið í samstafi við ENVALYS
- ALTERNANCE (2023). Sögutorgin í Borgarnesi - Niðurstöður íbúafundar 16. maí 2023. Unnið í samstafi við ENVALYS
- ENVALYS (2022). Akureyri - Hafnarstræti 14 & 16 - breytingar á aðal- og deiliskipulagi. Vefkönnun. Envalys22-1101
- ENVALYS (2022). Hvalfjarðarsveit - færsla Hringvegar - þverun Grunnafjarðar. Vefkönnun. Envalys22-0602_v2
- ENVALYS (2022). Borgarbyggð - Borgarnes - færsla Hringvegar. Vefkönnun. Envalys22-0601
- ENVALYS (2021). Vesturbyggð - þverun Vatnsfjarðar - veglína F. Vefkönnun. Envalys21-0602
- ENVALYS (2021). Akureyri - Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030. Vefkönnun. Envalys21-0601
- ENVALYS (2021). Þingeyri - tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð við Vallargötu (37). Vefkönnun. Envalys21-0201
Ritrýndar greinar
- Hartig, T., & Lindal, P. J. (2021). Die Erholungsperspektive: Verbindung zwischen Naturerleben und Gesundheit [The restoration perspective: Linking nature experience with health]. Umweltpsychologie.
- Lindal, P.J., Johannsdottir, K.R., Kristjansson, U., Lensing, N., Stühmeier, A., Wohlan, A. & Vilhjalmsson, H.H. (2018). Comparison of Teleportation and Fixed Track Driving in VR. In Proceedings of the 10th International Conference on Virtual Worlds and Games for Serious Applications. Würzburg, Germany.
- Lindal, P.J. and Hartig, T. (2015). Effects of urban street vegetation on judgments of restoration likelihood. Urban Forestry & Urban Greening, 14(2): 200-209.
- Lindal, P.J. and Hartig, T. (2013). Architectural variation, building height, and the restorative quality of urban residential streetscapes. Journal of Environmental Psychology, 33, 26-36.
Ritrýnd erindi á ráðstefnum
- Páll Jakob Líndal (2022). Áhrif umhverfis á heilsu og líðan. Læknadagar 2022 (Reykjavik. 21. mars).
- Lindal, P.J. (2021). Virtual Reality for Restorative Design. CEP - Conference for Environmental Psychology 2021. (Lillehammer, Noregi. 18. - 19. nóvember).
- Lindal, P.J., Hartig, T., Johannsdottir, K. R., & Vilhjalmsson, H. (2019). Future cities: Using virtual technology to design restorative residential neighborhoods, The International Conference on Environmental Psychology (ICEP) 2019 (Plymouth, Stóra-Bretlandi. 4. - 6. september).
- Lindal, P.J., Miri, H., Johannsdottir, K. R., Hartig, T. & Vilhjalmsson, H. (2016). Testing the Restorative Potential of Future Urban Environments Using VR Technology – The Cities that Sustain Us Project, The 24th Annual Conference of the International Association for People-Environment Studies (IAPS24) (Lundur/Alnarp, Svíþjóð. 27. júní - 1. júlí).
- Páll Jakob Líndal (2016). Líðan fólks í þéttbýli framtíðarinnar könnuð með sýndarveruleika. Sálfræðiþing 2016 (Reykjavik, 8. apríl).
- Páll Jakob Líndal, Kamilla Rún Jóhannsdóttir, Hossein Miri, Unnar Kristjánsson, Terry Hartig og Hannes Högni Vilhjálmsson (2015). Líðan þéttbýlisíbúa könnuð með hjálp sýndarveruleika. 17. ráðstefnan í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands (Reykjavik, 12. nóvember).
Nemendaverkefni
- Andrés Pétursson, Arnar Páll Sigurðsson, Pálmi Chanachai Rúnarsson og Sævar Ingólfsson (2022). Sýndarveruleika upplifun borgarskipulags á vefnum. Háskólinn í Reykjavík, Reykjavík.
- Haraldur Rúnar Einarsson (2021). Umhverfissálfræði Áhrif ólíkra götumynda á sálfræðilega endurheimt og dálæti. Háskóli Íslands, Reykjavík.
- Inga Katrín Guðmundsdóttir (2021). The effects of virtual urban neighborhoods on cardiovascular reactivity. Reykjavík University, Reykjavík.
- Hallveig Hafstað Haraldsdóttir (2021). Perceived safety in urban environments: the effect of building height, brightness, and perceived enclosure. Reykjavík University, Reykjavík.
- Ólafur Sverrir Stephensen (2020). Áhrif streitu á upplifun borgarumhverfis Rannsókn í sýndarveruleika. Háskóli Íslands, Reykjavík.
- Hörður Már Hafsteinsson (2019). Procedural city generator for research in the field of restorative environmental design. Reykjavík University, Reykjavík.
- Anna Aleksandra Dominak (2014). Using the Unity game engine for aiding psychological research. Lodz University of Technology, Lodz, Poland.
- Lindal, P.J. (2013). Restorative environmental design for densifying cities. Faculty of Architecture, Design & Planning, University of Sydney, Australia.