vrterrain

Greinagóð og raunsæir fyrstu-persónu sýndarheimar í 3D og sýndarveruleikatækni.

Hvað er VRTerrain?

VRTerrain gerir arkitektum og hönnuðum kleift að búa til 3D líkan með sjálfvirkum hætti úr skipulags- og landfræðilegi gögnum, og auðveldar hagsmunaaðilum að komast að niðurstöðu og hefja framkvæmdir.

Raunsætt

VRTerrain býr yfir öflugu hönnunar-, landslags- og
veðurgagnasafni, sem býður upp á heildstætt landslag,
öldur og strendur, brekkur, fjöll og gróður.

Samhæft

VRTerrain má samhæfa við þann hugbúnað og þau hönnunartól sem vinsælust hjá hönnunar-, skipulags- og verkfræðistofum og verktakafyrirtækjum, þessi „plug & play“ nálgun flýtir fyrir uppbyggingu forsendna- og ákvörðunum.

Eiginleikar

 • Samanburður á byggingar- og skipulagstillögum.
 • Fullkomin stjórn á eiginleikum umhverfis, þar á meðal tíma dags.
 • Hágæða fyrstu persónu sjónarhorn.
 • Náttúrulegt umhverfi, þar með talið plöntulíf, dýralíf, fjöll, brekkur og strandlínur.
 • Safn af umhverfum og verkefnum til að kanna.

Gögn inn. 3D út.

 • Sjálfvirk gerð nákvæmra, náttúrulegra 3D umhverfa.
 • Innflutningur á stafrænum hæðarlíkana gögnum  (e. DEM (digital elevation model) data) fyrir nákvæma endursköpun landslags.
 • Innflutningur líkana beint úr SketchUp og AutoCAD.
 • Nákvæm endurgerð gróðurlenda og gróðurþekju með snjallsjálfvirkni.

Fjölþættur stuðningur

Stuðningur við tölvur, farsíma og sýndarveruleikagleraugu

 • Skoðaðu kyrrmyndir, panoramamyndir eða myndbönd á vefsíðu.
 • Notaðu sem fullkomlega gagnvirkt 3D forrit.
 • Njóttu VR upplifunar með útbúnaði eins og HTC Vive og Oculus Quest.
 • Skjót endurgjöf, tillögur frá hagsmunaaðilum sem snúa að  tilfinningu þeirra og skynjun með notkun VRPsychLab .

Forskoðun

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.