vrterrain

Sveigjanleg tölvugerð landlíkön í góðum gæðum sem bjóða upp á mikinn sveigjanleika og gott notendaviðmót

Hvað er VRTerrain?

VRTerrain gerir okkur kleift að búa með skjótum og sjálfvirkum hætti til nákvæm landlíkön í þvívídd þar sem stuðst er við gögn úr fjölmörgum áttum. 

VRTerrain er sérstaklega þóað til að veita góða og sannfærandi upplifun af jörðu niðri auk þess að bjóða upp á flugham, þar sem hægt er að skoða umhverfi úr lofti. 

VRTerrain er sveigjanlegt þegar kemur að hvers kyns breytingum í líkani auk þess að bjóða upp á einstaklega þægilegt notendaviðmót. 

Upplifun

VRTerrain býður upp á raunsæja mynd af umhverfi framtíðarinnar og gerir það kleift að bera saman ólík umhverfi eða ólíka eiginleika umhverfis. Upplifun á slíku umhverfi skapar því sterkar forsendur til sköpunar þekkingar á samspili fólks og umhverfis, sem hagnýta má við hönnun og skipulag.

Samráð

Að bjóða upp á upplýsandi og notendavæna fyrstu persónu-upplifun er afar mikilvæg þegar kemur að upplifa, skilja og móta umhverfi framtíðarinnar. VRTerrain býður upp á skýra framsetningu á umhverfi framtíðarinnar sem liðkar mjög fyrir samtali ólíkra hagsmunahópa, auðveldar þeim að komast að upplýstri niðurstöðu og hefja framkvæmdir.

Eiginleikar

  • Samanburður á byggingar- og skipulagstillögum.
  • Fullkomin stjórn á eiginleikum umhverfis, þar á meðal tíma dags.
  • Hágæða fyrstu persónu sjónarhorn.
  • Náttúrulegt umhverfi, þar með talið plöntulíf, dýralíf, fjöll, brekkur og strandlínur.
  • Safn af umhverfum og verkefnum til að kanna.

Gögn inn - 3D út

  • Sjálfvirk gerð nákvæmra, náttúrulegra 3D umhverfa.
  • Innflutningur á fjölbreyttum gögnum í þeim tilgangi að endurskapa landslag með nákvæmum hætti.
  • Innflutningur þrívíddarlíkana beint úr þrívíddar- og teikniforritum s.s. SketchUp og AutoCAD.
  • Nákvæm endurgerð gróðurlenda og gróðurþekju með snjallsjálfvirkni.

Fjölþættur stuðningur

Stuðningur við tölvur, farsíma og sýndarveruleikagleraugu

  • Skoðaðu kyrrmyndir, panoramamyndir eða myndbönd á vefsíðu.
  • Notaðu sem fullkomlega gagnvirkt 3D forrit.
  • Njóttu sýndarveruleika í búnaði á borð við HTC Vive og Oculus Quest.
  • Bein tenging við VRPsychLab skapar möguleika á söfnun gagna um upplifun notenda með einföldum hætti.

Dæmi um VRTERRAIN

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.