ENVRALYS ehf | kt. 560615-0510
- Safamýri 91, 108 Reykjavik
- envalys@envalys.is
- 699-5920
Sveigjanleg tölvugerð landlíkön í góðum gæðum sem bjóða upp á mikinn sveigjanleika og gott notendaviðmót
VRTerrain gerir okkur kleift að búa með skjótum og sjálfvirkum hætti til nákvæm landlíkön í þvívídd þar sem stuðst er við gögn úr fjölmörgum áttum.
VRTerrain er sérstaklega þóað til að veita góða og sannfærandi upplifun af jörðu niðri auk þess að bjóða upp á flugham, þar sem hægt er að skoða umhverfi úr lofti.
VRTerrain er sveigjanlegt þegar kemur að hvers kyns breytingum í líkani auk þess að bjóða upp á einstaklega þægilegt notendaviðmót.
VRTerrain býður upp á raunsæja mynd af umhverfi framtíðarinnar og gerir það kleift að bera saman ólík umhverfi eða ólíka eiginleika umhverfis. Upplifun á slíku umhverfi skapar því sterkar forsendur til sköpunar þekkingar á samspili fólks og umhverfis, sem hagnýta má við hönnun og skipulag.
Að bjóða upp á upplýsandi og notendavæna fyrstu persónu-upplifun er afar mikilvæg þegar kemur að upplifa, skilja og móta umhverfi framtíðarinnar. VRTerrain býður upp á skýra framsetningu á umhverfi framtíðarinnar sem liðkar mjög fyrir samtali ólíkra hagsmunahópa, auðveldar þeim að komast að upplýstri niðurstöðu og hefja framkvæmdir.
Stuðningur við tölvur, farsíma og sýndarveruleikagleraugu