um envalys
ENVALYS hefur að markmiði:
Tala fyrir og fylgja eftir hönnun og þróun sjálfbærra samfélaga, umhverfis og bygginga sem styðja við heilsu og almenna velferð fólks og umhverfis.
ENVALYS hefur kynnt nýja aðferðafræði sem kallast Endurheimtandi umhverfishönnun (Restorative Environmental Design (RED)), sem er praktísk aðferð við hönnun, mótun og skipulag umhverfis sem byggir á kenningum og vísindalegum rannsóknum á sálfræðilegri endurheimtar og endurheimtandi umhverfi, og niðurstöðum þeirra.
Tilgangur
ENVALYS hefur gert raunverulegan þann möguleika að hægt sé að skipuleggja þróun og byggingu heilbrigðra og vistvænna samfélaga með ferlum sem eru í anda samvinnu og í senn heildrænir, þessir ferlar eru bæði með 3D birtingar og arkitektúra VR hermi sem festa í minni gögn sem snúa að andlegri velferð, í gegnum öll skref hönnunar og þróunar verkefnis.
Sálfræðileg velferð
Þegar umhverfi okkar eru heilsusamlegt, blómstra samfélög. Í gegnum söguna hefur skipulag, hönnun og framfylgd slíkra tillagna ekki tekið tillit til eins mikilvægasta þáttar í lífi fólks, þ.e. andlegrar heilsu og líðanar okkar. ENVALYS tryggir að andleg heilsa og líðan sé miðpunkturinn í hönnun, mótun og skipulagi umhverfis okkar, samfélaginu til heilla.
Velferð umhverfis
Skipulag og hönnun umhverfis okkar hefur færst í átt að aukinni sjálfbærni að mörgu leyti, frá vangaveltum um umhverfisleg áhrif yfir notkun vistvænna byggingarefna og aðfangakeðja, og yfir innleiðingu hönnunar sem fellur að landslagi og staðháttum. ENVALYS telur að ívelferð umhverfis verði að jafnt að taka til greina framsækna umhverfishönnun og að hið nýja umhverfi, mótun þess og það samfélag sem verður til, styðji með heilbrigðum og uppbyggilegum hætti við notendur þess. Við bjóðum upp á vettvanginn, umhverfið, upplifunina og verkfæri sem geta séð til þess að heimili, vinnuumhverfi, aðstaða til tómstunda og heilbrigðisstofnanir sem og hið ytra umhverfi auki andlega og líkamlega velferð fólks, og þar með samfélags okkar, jafnframt því sem hugað er að lofti, láði og legi, plöntum og dýrum.
Fjárhagsleg velferð
ENVALYS hjálpar skipuleggjendum, hönnuðum, verktökum, almenningi og sveitarfélögum við að draga úr kostnaði með því að afla sálfræðilegra upplýsinga og fá endurgjöf á skipulags- og hönnunartillögur, og vinnuferla allt frá fyrstu stigum vinnunnar. Nálgun ENVALYS gerir kleift að rýna, endurskoða og lagfæra hönnunar- og skipulagstillögur gegnum allan allt frá upphafi til enda ferlisins. Með þessum hætti má greina og lagfæra villur og galla, og samþætta sjónarmið ólíkra hagsmunahópa, sem annars geta leitt til kostnaðarsamra mistaka.
Teymið

Páll Jakob Líndal
Dr. í umhverfissálfræði

Hannes Högni Vilhjálmsson
Nýmiðlavísindamaður

Hörður Már Hafsteinsson
Hugbúnaðarsérfræðingur

Tomáš Michalík
Hugbúnaðarsérfræðingur
Ráðgjafanefnd

Dr. Vinoba Vinayagamoorthy
Þróunarverkfræðingur og tækniyfirfærslustjóri gagnvirkrar margmiðlunar hjá BBC UK.

Dagur Eggertsson
Arkítekt og meðeigandi hjá Rintala Eggertson Architects Noregi.

Andrés Skúlason
Ráðgjafi í umhverfismálum og í stefnumótun stjórnsýslunnar.

Hilmar Gunnarsson
Stofnandi og forstjóri Arkio, og meðeigandi hjá Investa.