Víkurland 6A

Hvað

Hvar

Hvenær

Niðurstöður

Umfjöllun

DJÚPIVOGUR – VÍKURLAND 6A – hagnýting 3D líkans við kynningu á skipulagsverkefni auk gagnasöfnunar.

Í tengslum við gerð deiliskipulags vegna byggingar nýs athafnahúsnæðis á lóð Víkurlands 6A á Djúpavogi var smíðað þrívíddarlíkan af svæðinu og nágrenni, sem jafnframt sýndi fyrirhugaða uppbyggingu.

Ennfremur var útbúin netkönnun þar sem áhugasömum bauðst að sjá fyrirhugaða skipulagsáætlun raungerða í þrívídd auk þess sem þeim gafst tækifæri til að tjá skoðun sína á framlögðum hugmyndum. Þessi könnun var fyrsta tilraun ENVALYS í þessum efnum og veitti hún mikilvægar upplýsingar um hagnýtingargildi þeirrar hugmyndafræði, aðferða og þróunar verkfæra sem fyrirtækið vinnur að.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.