Nýjasta tækni í þjálfun djúpra tauganeta og greitt aðgengi að gögnum skapa tækifæri til aukinnar sjálfvirkni í ferlum sem nýta upplýsingar úr gervihnattamyndum.
Verkefnið felur í sér þróun og þjálfun gervigreindar sem gerir það kleift að sundurgreina fjölþættar upplýsingar, s.s. vegi, gróður, vötn og ár, af gervihnattamyndum með sjálfvirkum hætti.