um envalys

ENVALYS var stofnað á grunni verkefnisins Sjálfbærar borgir framtíðar (e. Cities That Sustain Us), sem er alþjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni sem hófst innan Háskólans í Reykjavík árið 2013 í samstarfi við Uppsala-háskóla í Svíþjóð, Reykjavíkurborg, Djúpavogshrepp og TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir.

ENVALYS og Sjálfbærar borgir framtíðar hafa hlotið styrki frá Rannsóknarsjóði Íslands (2014-2016) og Tækniþróunarsjóði
(2017-2019; 2020-2021; 2021-2022).

Markmið ENVALYS

Að veita stjórnvöldum, fagaðilum og almenningi ráðgjöf og fræðslu á sviði umhverfissálfræði og hvernig hagnýta megi fræðin í þágu mannvænna og heilbrigðara umhverfis. 

Að stuðla að aukinni samfélagslegri sjálfbærni með því auka vísindalega þekkingu og vægi sálfræðilegra þátta í hönnunar- og skipulagsferlum.

Að þróa og nýta öfluga tölvutækni til að:

  • Efla samráð og stuðla að upplýstu samtali við hagsmunaaðila.
  • Þróa aðferðir og lausnir sem auðvelda innleiðingu sálfræðilegra athugana inn í hönnunar- og skipulagsferla.

nálgun og ávinningur

Uppbygging umhverfis fyrir fólk þarf að mæta þörfum þess. Með vísindalega þekkingu á samspili fólks og umhverfis, og uppbyggilegt samráð við hagsmunaaðila að vopni, tökum við upplýstari ákvarðanir og sköpum betra umhverfi.

 

Með öflugri þrívíddartækni má birta hvaða umhverfi sem er, og með rannsóknarhugbúnaði okkar getum við safnað gögnum um áhrif umhverfisins á upplifun og atferli í gegnum allan feril hönnunar og skipulags.

Sálfræðilegur ávinningur

Þegar umhverfi okkar er heilsusamlegt, blómstrum við. Samfélagið blómstrar. Þrátt fyrir það hefur í gegnum tíðina lítið verið hugað að andlegri heilsu fólks, líðan þess, upplifunum og reynslu í hönnunar- og skipulagsferlum. ENVALYS tryggir að sálfræðilegir þættir séu teknir inn með markvissum og vísindalegum hætti inn í hönnun, mótun og skipulag umhverfis okkar, samfélaginu til heilla.

Umhverfislegur ávinningur

Skipulag og hönnun umhverfis okkar hefur að mörgu leyti færst í átt að aukinni sjálfbærni, frá markvissum athugunum á áhrifum skipulags og stefnumótunar á umhverfi yfir notkun í vistvænna byggingarefna og aðfangakeðja. ENVALYS telur að þegar hugað er að umhverfivænum lausnum verði að leitast eftir framsækinni umhverfishönnun. Að hið nýja umhverfi, mótun þess og skipulag virði lífverur og vistkerfi, og stuðli þannig að heilbrigðum og uppbyggilegum hætti við þá sem þar dvelja. ENVALYS leggur því áherslu á að heildarmynd tillagna og stefnumótunar sé skoðuð vandlega.

Fjárhagslegur ávinningur

ENVALYS hjálpar skipuleggjendum, hönnuðum, verktökum, almenningi og sveitarfélögum við að draga úr kostnaði með því að afla sálfræðilegra upplýsinga og fá endurgjöf á skipulags- og hönnunartillögur, og vinnuferla allt frá fyrstu stigum vinnunnar. Nálgun ENVALYS gerir kleift að rýna, endurskoða og lagfæra hönnunar- og skipulagstillögur frá upphafi til enda ferlisins. Með þessum hætti má greina og lagfæra villur og galla, og samþætta sjónarmið ólíkra hagsmunahópa, sem annars geta leitt til kostnaðarsamra mistaka.

Teymið

pall

Páll Jakob Líndal

Dr. í umhverfissálfræði

hannes

Hannes Högni Vilhjálmsson

Nýmiðlavísindamaður

hordur

Hörður Már Hafsteinsson

Hugbúnaðarsérfræðingur

Þór Breki_B&W

Þór Breki Þorgrímsson

Hugbúnaðarsérfræðingur

tomas

Tomáš Michalík

Hugbúnaðarsérfræðingur

Ráðgjafanefnd

vinoba

Dr. Vinoba Vinayagamoorthy

Yfirmaður tæknistefnugreiningar, Samsung Electronics.

dagur

Dagur Eggertsson

Arkítekt og meðeigandi hjá Rintala Eggertson Architects Noregi.

andres

Andrés Skúlason

Ráðgjafi í umhverfismálum og í stefnumótun stjórnsýslunnar.

hilmar

Hilmar Gunnarsson

Stofnandi og forstjóri Arkio, og meðeigandi hjá Investa.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.