Gránufélagsreitur á Oddeyri

Hvað

Hvar

Hvenær

Niðurstöður

Umfjöllun

AKUREYRI – GRÁNUFÉLAGSREITUR Á ODDEYRI – hagnýting 3D líkans við kynningu á skipulagsverkefni auk gagnasöfnunar.

Í tengslum við ráðgefandi íbúakönnun sem Akureyrarbær hélt í tengslum við fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu á Gránufélagsreitnum á Oddeyri var smíðað þrívíddarlíkan af svæðinu og þeim þremur valkostum sem kosningin tók til og vörðuðu hæð bygginga á reitnum.

Útbúin var netkönnun þar sem þátttakendum bauðst að bera saman fyrirhugaða valkosti raungerða í þrívídd auk þess sem þeim gafst tækifæri til að tjá skoðun sína á umræddum valkostum og þéttingu byggðar á Oddeyri.

231 þátttakandi lauk við yfir 90% könnunarinnar og voru niðurstöður hennar sendar sveitarfélaginu Akureyrarbæ.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.