Þverun Vatnsfjarðar – veglína F

Hvað

Hvar

Hvenær

Niðurstöður

Umfjöllun

VESTURBYGGÐ – ÞVERUN VATNSFJARÐAR – veglína F – viðhorfskönnun í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.

Í tengslum við auglýsingu á endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Vesturbyggð var smíðað þrívíddarlíkan af Vatnsfirði og veglína F færð inn í samræmi við tillögu Vegagerðarinnar um þverun Vatnsfjarðar. Útbúin var netkönnun þar sem áhugasömum bauðst að tjá skoðun sína á veglínu F og þverun Vatnsfjarðar almennt. 398 einstaklingar luku yfir 80% könnunarinnar og voru niðurstöður hennar sendar sveitarfélaginu Vesturbyggð og fleiri aðilum.